Ég hef alla tíð meðvitað og ómeðvitað sveiflast í þyngd. Bætt á mig og grennst óhóflega eftir því hvernig ég er stefnd andlega. Ég geri mér grein fyrir því að það sem ég set inn fyrir mínar varir er mitt val og ég ber ábyrgð á líkamanum mínum og minni þyngd.
Engu að síður er erfitt að loka á alla áhrifavalda, þá sem segja mér að ég sé ekki alveg í lagi… þyrfti nú eiginlega að léttast talsvert til að passa inn og vera samþykkt af samfélaginu og allt það.
Minn veiki haus á mjög erfitt með að hlýða ekki þegar mér er bent á að fimm grænir djúsar á dag geri mig að betri einstaklingi, eða að brauð sé hræðilegt, eða að ég þurfi að HÆTTA að borða e-ð ákveðið. Ég veit betur í dag og fell því ekki í þá gryfju að hlýða þessu, en ég get ekki annað en hugsað til allra þeirra sem hafa ekki náð þeim áfanga
Þessvegna fagna ég gríðarlega þessari grein, Lágkolvetna mataræði: Til hvers?!
Þetta plagg frá Lýðheilsustöð er frábært, að mínu mati ætti það að vera úti um allt.
Ég ætla að halda áfram að reyna að hlýða ekki útlitslöggunum, leyfa mér að vera einsog ég er, í þeirri þyngd sem ég vel mér og reyna að lifa eftir – sitt lítið af hverju – lífstílnum.
Ég þrái heim sem fagnar fjölbreytileikanum, megi það byrja hjá mér!